• Fréttir
 • 12.June

  Fuglatalningin er vel á veg komin þrátt fyrir að hafa tafist í upphafi vegna harðinda vorsins. Það má eiginlega segja að sumarið hafi skollið á með sama hvelli og veturinn gerði síðast liðið haust. Sólskin og norðlensk hitabylgja dag eftir dag, snjórinn bráðnar og jörðin verður græn með undraverðum hraða, mýflugurnar vakna til lífsins og fuglarnir standa á blístri. Hér má sjá fuglatalningateymið á toppi Vindbelgjafjalls með ungan ritara með í för.

  The bird counting team on top of mountain Vindbelgjafjall on a good day. 

 • 7.June

  Mynd: Magnús Magnússon

  Í gær vöknuðu mýflugurnar til lífsins og í dag stigu myndarlegir strókar upp af hverjum hól og það söng í svermunum.

  Yesterday the midges emerged from the lake and humming swarms rose from every hill.

 • 6.June

  Undanfarna tvo daga hefur veðurblíðan verið með eindæmum á Mývatnssvæðinu, 20 stiga hiti og logn. Þá er um að gera að nota tækifærið og telja fuglana á vatninu. Hér er fuglatalningahópur gærdagsins að gera bátinn kláran eftir góða talningu.

  Everyone has enjoyed the warm weather for the past two days, except Karri, our Samoyed dog who loves snow and cold. It has been up to 20 degrees Celsius and almost no wind at all. The bird counting team is getting the boat ready for the lake.

   

 • 4.June

  Mynd: Magnús Magnússon

  Þessi lómur lætur ekki deigan síga þrátt fyrir miklar vatnavexti og leysingar við Mývatn. Hann hefur gert sér hreiður á sinni þúfu, liggur á og heldur þar sjó, sama hvað gengur á í kringum hann.
  Í dag er allhvasst en 18 stiga hiti, ísinn hefur loks bráðnað af vötnum og tjörnum og fjöllin eru óðum að kasta af sér hvítri skikkjunni.

  This Red-throated diver sits stubbornly on his nest in spite of waves and wind around him. Suddenly, with strong winds and 18 degrees celsius the snow is finally melting away and the mountains are changing from white to blue.

 • 31.May

  Árni setur upp flugnagildru.

  Þegar bárurnar á vatninu hvítna í faldinn líkt og gerðist í dag, er of hvasst til að telja fugla. Þess í stað settu starfsmenn Ramý upp nokkrar flugnagildrur á venjubundnum stöðum.

  On windy days it’s impossible to count the birds on the lake. So the day was used to get some fly traps up.

   

   

   

 • 30.May

  Kári í Garði og hundurinn hans.

  Í veðurblíðunni í gær litum við í heimsókn til Kára og Jóhönnu í Garði. Það er alltaf margt fróðlegt og skemmtilegt spjallað þar undir húsvegg, en yfir kaffinu fengum við í hendur bók með kvæðum skáldkonunnar góðu, Jakobínu Sigurðardóttur frá Garði, móður Kára. Þar var meðal annars þessi fallega vorvísa sem var eins og ort til þessa dags:

   

   

  Vakið er aftur vatnahljóðið kátt.
  Vorsólin skín á innistaðna hjörð.
  Frjóvgandi blær úr bjartri suðurátt
  brúðgumahöndum fer um nakta jörð.

   

 • 30.May

  Árni og hundurinn Karri

   

  Árleg vatnafuglatalning hófst í gær, heldur seinna en vanalega, enda hefur vorið verið kalt og vatnið lengi ísi lagt, svo fuglinn hefur mátt híma og bíða annars staðar. Byrjað var á Grænavatni og eins var talið af Fellshól og var allt með hefðbundnum hætti á þeim slóðum.

 • 1.May

  Hér er frétt um kalt vorið í Mývatnssveit.

 • 21.November

  Árni á Laxárbakka er látinn. Hann starfaði sem húsvörður við Náttúrurannsóknastöðina allt frá upphafi 1974 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir örfáum árum. Hann var vinur allra sem þar störfuðu, – og þeir eru æði margir, – og lét það ekkert á sig fá þótt sumir töluðu framandi tungur. Hann gat alltaf stillt inn á rétta bylgjulengd. Hlý góðmennska, kankvísi og hláturmildi fylgdi honum. Hann var vel að sér  og fylgdist af áhuga með fólki og fénaði, og trúmennsku hans voru engin takmörk sett.  Við munum sakna vinar í stað.

   

 • 15.November

  Í fyrradag varði Ulf Hauptfleisch doktorsritgerð sína í jarðfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um kafla í sögu Mývatns eins og hún verður lesin úr setlögum vatnsins. Ulf hefur unnið að verkefninu um árabil við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn undir handleiðslu Árna Einarssonar. Andmælendur við doktorsvörnina voru Svante Björck, prófessor við Lundarháskóla og Bent V. Odgaard prófessor við Árósaháskóla.  Við óskum Ulf til hamingju með árangurinn. Nálgast má doktorsritgerðina hér: pdf

  Ulf Hauptfleisch has completed his PhD project on the palaeolimnology of Mývatn. His work was focused on the history of the lake biota over the last 150 years.