mus

Hagamýs (Apodemus sylvaticus) eru algengar. Þær eru einu nagdýrin úti í náttúrunni. Refir (Vulpes lagopus) eru sjaldgæfir við Mývatn nú á dögum en mun tíðari í hraunum og heiðarlöndum í nágrenninu. Minkur (Mustela vison) komst inn á svæðið á sjöunda áratug síðustu aldar. Tekist hefur að halda fjölda hans í skefjum. Hreindýr (Rangifer tarandus) voru flutt til Íslands á 18. öld. Þau komu til Mývatns á 19. öld en þrifust ekki og hurfu endanlega þaðan 1936.