Mývatnssveit er mjög sérstakur staður á hnettinum okkar. Jarðeldar í bland við vatn hafa skapað einstakt umhverfi fágætra hraunmyndana sem fóstrar auðugt og fjölbreytt vatnalíf. Sveitinni hefur oft verið líkt við kennslubók í jarðfræði og sækja margir erlendir vísindamenn sem og ferðamenn þangað til að sjá og fræðast um hin margvíslegu jarðfræðilegu undur sem þar getur að líta.