Rannsóknastöðin er í gamla prestshúsinu að Skútustöðum, og er þar bæði gisti- og vinnuaðstaða.

Heimilisfangið er:
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
Skútustöðum 1
660 Mývatn

kt. 691293-2629

Einnig hefur stöðin til afnota gömul fjárhús og áfasta hlöðu sem tilheyra prestsetrinu á Skútustöðum. Þessi hús hafa staðið ónotuð áratugum saman. Stefnt er að því að endurnýja húsin þannig að þau nýtist fyrir starfsemi stöðvarinnar. Gangi það eftir munu opnast nýir og spennandi möguleikar fyrir rannsóknir og fræðslu í Mývatnssveit.

Stöðin hefur yfir tveimur bátum með utanborðsmótorum að ráða, sem og tveimur bílum.

Starfsmenn stöðvarinnar aðstoða erlenda vísindamenn og hópa við að finna og leigja húsnæði í sveitinni eftir bestu getu.

Logo

ramy_logo_kringlott