Hingað er kominn japanski kúluskítsfræðingurinn Isamu Wakana til að aðstoða stöðina við rannsóknir á þessari sjaldgæfu plöntu sem nú er á fallandi fæti í Mývatni.  Isamu er nú að koma hingað í sjötta sinn, svo að hann gjörþekkir Mývatn og botngróður þess. Í dag fórum við á slóðir kúluskítsins í fylgd sjónvarpsmanna og kvenna frá Akureyri og litum á aðstæður þar. Meira sást af þörungunum en við bjuggumst við, en flestir voru faldir undir lagi af slýi og leðju. Þeir geta lifað af slíkar aðstæður mánuðum saman en verða á endanum að treysta á að hæfileg ölduhreyfing rífi þá lausa og hreinsi þá nægilega til að þeir fái að njóta birtu og súrefnis. Þörungakúlurnar sem við skoðuðum í dag voru frekar slappar að sjá og áttu ekki sjö dagana sæla. Myndin er af Isamu
Isamu Wakana, a lake ball, or Marimo, specialist is here to help us evaluate the conservation status of these unique algae in Lake Myvatn.  Their distribution in the lake has been contracting at an alarming rate lately and we fear that the lake balls will vanish soon. Today, however, we found more balls than we expected, but they were clearly having a difficult time due to lack of wave motion and light. They can survive such conditions for months but eventually they have to be moved around a little to clean themselves of dirt and other algae and reach the light for photosynthesis.