Purple_bacteriaBirkir Fanndal hafði samband til að vekja athygli okkar á bleikum kúlum á stærð við epli í Mývatni. Er við komum á staðinn blasti við okkur furðuleg sjón. Hér eru á ferð brennisteinsbakteríur sem mynda stóra poka í vatninu. Brennisteinsbakteríur eru algengar þar sem jarðhita gætir í Mývatni en aldrei áður höfum við séð þær mynda kúlur og stöpla eins og þessi mynd sýnir.
A local resident contacted us and reported apple-sized colonies of purple bacteria in Lake Myvatn. This astonishing sight met us when we came to the spot. Purple bacteria colonies formed all sorts of sculptures on the lake bottom. Such bacteria are common in geothermal sites in the lake but we have never seen anything like this before.