Picture 249Straumönd hefur fjölgað mikið á efri hluta Laxár frá því talningar hófust árið 1965, og hefur verið spennandi að fylgjast með framvindunni á þessu höfuðvígi straumandarinnar á Íslandi. Fyrstu verulegu merkin um fjölgun var árið 1981 en stóra stökkið var 1986-87. Skörð hafa verið höggvin í stofninn á u.þ.b. átta ára fresti 1995, 2003 og nú árið 2011. Myndin sýnir fjölda straumandarsteggja á Laxá ofan Hofstaða í Mývatnssveit.
The Harlequin duck has become more and more numerous on the Laxá river since regular censuses started in 1965. The figure shows the number of males on the uppermost part of the river (above Hofstaðir in Mývatnssveit).