Eftir nokkra glímu við Kára tókst að ljúka fuglatalningu á tilsettum tíma. Talningunum þarf helst að vera lokið fyrir 10 júní, en um það leyti breytist dreifingarmynstur fuglanna mikið. Alls voru taldir 22.660 fuglar sem er um 2000 fuglum færra en í fyrra. Á næstunni verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum, en þær eru að mörgu leyti áhugaverðar.