Baidehi Roy

Baidehi

Indversk stúlka, Baidehi að nafni, dvaldi hjá okkur í síðustu viku. Hún er við nám í Leeds í Englandi og er að vinna að meistaraverkefni sem lýtur að sögu gróðurs við Mývatn. Árið 2009 voru teknir borkjarnar úr Boðatjörn á Skútustöðum, en skammt frá henni standa nú yfir miklar fornleifarannsóknir. Baidehi skoðar nú frjókorn úr þessum borkjörnum og þótti tími  til kominn að líta á staðinn. Henni brá heldur við kuldann og var fljót að festa kaup á lopapeysu.
Baidehi from India studies pollen in a sediment core from a pond at Skútustaðir, right behind the research station. An archaeological excavation is now in progress in the vicinity of the pond.