• Fréttir
 • 27.November

  Tony (BNA) og Sara (Spánn) taka setsýni og mæla súrefni í Mývatni í fyrradag

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Fatíma frá Alsír heggur vök fyrir sýnatökuna

  Í þessari viku hafa staðið yfir sýnatökur úr Mývatni til að fylgjast með ástandi mýflugustofna og súrefnis þar. Fjögurra manna hópur frá jafnmörgum löndum vann við sýnatökurnar.

 • 16.July

  Dauðir andarungar á bakka Mývatns í gær (Claudio Gratton)

  Afkoma andarunga á Mývatni var könnuð í gær. Í ljós kom að aðeins örfáir ungar eru á vatninu, en á þessum árstíma ættu að vera tugir þúsunda unga á sveimi. Allmikið er af dauðum ungum á bökkunum og flestir ungar sem sáust á lífi voru rétt nýkomnir á vatnið.  Það vekur athygli að nær engir ungar eru heldur á Laxá í Mývatnssveit. Sýnatökur úr Mývatni benda til að mýstofnar vatnsins séu að gefa eftir. Enn er of snemmt að slá því föstu að um lífríkishrun sé að ræða af þeirri stærðargráðu sem orðið hefur á u.þ.b. sjö ára fresti síðastliðin 45 ár, en náttúrurannsóknastöðin fylgist náið með þróuninni.

 • 16.July

  Lek rotþró á bakka Mývatns

  Rotþrær og hreinsun frárennslis við Mývatn og Laxá er í brennidepli þessi misserin. Ein mikilvæg spurning er hvað skuli hreinsa. Er nóg að hreinsa annað hvort nitur (N) eða fosfór (P) eða þarf að hreinsa hvort tveggja? Svarið er að NAUÐSYNLEGT ER AÐ HREINSA BÆÐI NITUR OG FOSFÓR. Ástæðan fyrir því að næringarefni eins og N og P eru hreinsuð er sú að losun þeirra í vötn leiðir til óhóflegs vaxtar þörunga og baktería sem aftur veldur ofauðgun og dauða lífríkis. Ef annað hvort efnið (segjum N) er í takmörkuðu magni í stöðuvatninu dugar að hreinsa það úr frárennslinu. Aukinn fosfór (P) myndi ekki valda ofauðgun því að þörungar og bakteríur vaxa hvort sem er ekki þar sem N skortir. Mývatn er ekki þannig úr garði gert að aðeins annað efnið skorti. Það fer eftir árstíma, og það er líka mismunandi milli ára hvort skortur er á N eða P.

 • 25.August

  Blágræna bakterían Anabaena circinalis í Mývatni. The cyanobacterium Anabaena circinalis in Mývatn.

  Þennan ágústmánuð hafa Mývatn og Laxá verið lituð af svonefndu ,,leirlosi”, en það er í raun blágrænar bakteríur (kallaðar Cyanobacteria)  sem ná svo miklum þéttleika  að vatnið tekur lit af þeim og lítur út eins og það hafi gruggast. Þar af nafnið. Fyrri hluta sumars var Mývatn óvenju tært, en leirlosið hófst laust fyrir mánaðamótin júlí-ágúst og hefur orðið mjög mikið á köflum, eins og meðfylgjandi línurit sýnir. Hámarki náði ,,blóminn” þann 15. ágúst, skv. sírita RAMÝ í útfalli vatnsins við Geirastaði. Leirlos hefur verið viðloðandi Mývatn frá ómunatíð, en tíðni þess og magn hefur verið breytilegt, og stundum líða heil sumur án þess að það komi. Ekki er vitað hvað stjórnar þessu, og er það ein stærsta óleysta gáta í lífríki Mývatns og Laxár um þessar mundir. Tvær tegundir baktería koma við sögu (Anabaena circinalis og Anabaena flos-aquae á fræðimáli). Þær eru niturbindandi lífverur og sjá lífríkinu fyrir nitri sem annars myndi skorta.  En magn slíkra baktería getur orðið meira en góðu hófi gegnir og þá byrgja þær úti allt ljós. (Skrifað 25. ágúst 2014.)

  This August Lake Mývatn and the river Laxá have been coloured by a bloom of Cyanobacteria. These are photosynthesising, nitrogen-fixing bacteria which are typical of eutrophic water. Such blooms have always been typical for Mývatn, but their intensity and frequency varies much over the year and from one year to another. The reason for this variation between years is not known yet but research is underway. The situation is monitored by a recorder in the lake’s outlet by Geirastaðir (see figure).  The bloom started in the last week of July but in June and the first three weeks of July the lake had been exceptionally clear. The maximum amount was recorded on August 15th. Two species of bacteria form the bloom (Anabaena circinalis and Anabaena flos-aquae).  (Written 25 August 2014.)

   

  Leirlosið í ágúst hefur verið óvenju mikið. The Cyanobacteria bloom has been heavy this August.

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Svifþörungar og bakteríur í útfalli Laxár úr Mývatni.Skjámynd af sírita RAMÝ á Geirastöðum. Línuritið á myndinni hefst 6. ágúst. A record of the phytoplankton in the river Laxá. It is dominated by Cyanobacteria (blue line). Black line represents total phytoplankton. This graph begins August 6th.

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

 • 11.May

  Út er komin skýrsla sem lýsir ástandi grænþörungabreiðunnar í Syðriflóa Mývatns, en kúluskíturinn margfrægi er hluti af henni. Kúluskítur er horfinn úr Mývatni og grænþörungateppið (tvær tegundir) í vatninu eru alveg að hverfa. Þetta er mikil breyting á lífríki vatnsins, sem hófst svo vitað sé um 1990, en engan grunaði þá að myndi enda svona. Breyting sem þessi á sér samsvörun í mjög mörgum vötnum víða um heim og er jafnan rakin til ofauðgunar (eutrophication). Mestar líkur eru á að rekja megi breytinguna til námuvinnslunnar í vatninu 1967-2004 en hún varð til þess að náttúrulegar sveiflur mögnuðust og þykkir bakteríublómar koma með reglulegu millibili.  Lagt er til að (1) reynt verði að takmarka flæði næringarefna (N og P) frá mannabyggð sem mest, (2) næringarefni (N og P) í grunnvatni verði kortlögð og síðan vöktuð og (3) kúluskítur í öðrum vötnum hérlendis verði kannaður.
  A new report on the status of lake balls and the green algal bed in the South basin of Lake Mývatn was released yesterday. The main results are that the algal mat (consisting of two species ), formerly a prominent feature of the Mývatn ecosystem has almost disappeared. The lake ball beds, also most characteristic of the lake, have now vanished. The first sign of change was observed around 1990.  Similar changes in other lakes around the world are most often attributed to eutrophication. The change in Mývatn is most probably a consequence of the mining activities in the lake in 1967-2004, which resulted in the amplification of natural ecosystem fluctuations and periodic Cyanobacteria blooms. Three courses of action are recommended (1) Reduce nutrient release from the human settlements as much as possible, (2) map and monitor nutrients in the groundwater and (3) map the situation of lake balls in other lakes in Iceland. PDF

 • 29.July


   

  „Understanding the Mý of Mývatn:

  How flies change the land”

  Profs. Claudio Gratton and Randy Jackson

  University of Wisconsin – Madison

  What makes Mývatn special? The midges of course! At least that is what researchers from the University of Wisconsin think. They have been working at the Mývatn Research Station since 2008 to understand how these little insects affect the land beyond the lake. Learn about midges, the things that eat them, and what happens when they die on land.

  The talk will be in English.

  Monday July 29th at 20:30 pm,

  Visitor Center in Reykjahlíð

  Afterwards we invite you to coffee and Station-made cake

 • 5.July

  Á botni Mývatns er þunnt lag af þörungum, bakteríum og örsmáum dýrum sem mynda undirstöðu fæðukeðjunnar. Þetta er heillandi heimur þar sem hver furðuveran er innan um aðrar, í eilífri samkeppni um birtu og næringarefni. Þessi mynd var fönguð síðastliðna nótt og sýnir kísilþörung af ættkvíslinni Cymbella innan um þræði af blágrænum bakteríum.

 • 5.July

  Hér sést Madison gengið fagna 4. júlí, þjóðhátiðardegi Bandaríkjanna, ásamt Árna og Keru hinni þýskættuðu sem er sjálfboðaliði sumarsins og mun starfa við greiningu mýflugna. Kera stóð líka fyrir kanelsnúðunum sem eru næstum horfnir og að sjálfsögðu trónir einn síðasti fulltrúi kúluskítsins á miðju borði. Síðar var svo fagnað af meiri krafti á Kálfaströnd.
  Frá vinstri: Kera, Emily, Kyle, Árni, Hannah, Alex, Christina, Devin.

 • 5.July

  Árni, Dagbjört og Guðrún María.

   

  Sveitarstjórn Skútustaðahrepps kom í heimsókn í Rannsóknastöðina í gær, heilsaði upp á vísindafólkið sem dvelur í Stöðinni í sumar, skoðaði húsið og hlustaði á fyrirlestur um starfsemina og hin ýmsu rannsóknarverkefni. Þetta voru þau Dagbjört S. Bjarnadóttir oddviti, Karl E. Sveinsson, Eyrún Björnsdóttir og Guðrún María Valgeirsdóttir sveitarstjóri. Við þökkum þeim heimsóknina og bjóðum þau hjartanlega velkomin aftur.

 • 12.June

   

  Hófsóleyjarnar eru í blóma um þessar mundir og skreyta bakka Laxár þar sem húsendur og straumendur keppast við að gæða sér á mýflugum og huga að varpi. Á myndinni er Anthony R. Ives, vistfræðingur frá Wisconsin, sem hefur starfað náið með Ramý um árabil.

  The Marsh marigolds are blooming on river Laxá’s banks where the Barrow’s Goldeneyes and Harlequin ducks are now quite active in their habitats, feasting on midges and nesting. Here we see Anthony R. Ives from the University of  Wisconsin who has led research teams at the Myvatn Research Station for several years.